Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hælisleitendur á Íslandi í umsjón Reykjanesbæjar
Föstudagur 13. febrúar 2004 kl. 17:59

Hælisleitendur á Íslandi í umsjón Reykjanesbæjar

Í gær var undirritaður samningur á milli Reykjanesbæjar og Útlendingastofnunar varðandi málefni hælisleitenda á Íslandi. Það voru þeir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Georg Lárusson forstjóri Útlendingastofnunar sem undirrituðu samninginn.
Samningur  Reykjanesbær við Útlendingastofnun er um að Reykjanesbær annast fólk er leitar hælis á Íslandi sem flóttamenn á meðan mál þeirra eru til afgreiðslu hjá stjórnvöldum.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta mun hafa yfirumsjónsjón með málefnum hælisleitenda og mun nýr starfsmaður starfa náið með félagsmálastjóra og öðrum starfsmönnum FFR. Iðunn Ingólfsdóttir hefur verið ráðin til að hafa umsjón með málefnum hælisleitenda fyrir hönd Reykjanesbæjar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31. desember 2004 með möguleika á framlengingu.

VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024