Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hælisleitandi hellti yfir sig bensíni en var yfirbugaður með úðavopni
Föstudagur 29. júlí 2005 kl. 01:19

Hælisleitandi hellti yfir sig bensíni en var yfirbugaður með úðavopni

Lögreglan í Keflavík var kölluð að gistiheimilinu Fit hostel á Fitjabraut í Reykjanesbæ síðdegis í gær þar sem hælisleitandi, sem þar dvelur, hafði brjálast eftir að starfsmenn alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra höfðu birt honum úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að beiðni hans um hæli væri hafnað og að hann ætti að fara til Spánar á morgun.

Áður en maðurinn var yfirbugaður með úðavopni náði hann að skera sig lítillega í aðra höndina með hnífi.  Auk þess náði hann að hella yfir sig kveikjarabensíni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024