Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 16:00

Hækkun á hafnargjöldum

Skipa- og aflagjöld hækkuðu um 5% frá og með 11. janúar 2000. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Hafnasamlags Suðurnesja 4. febrúar s.l. Þjónustugjöld hækkuðu einnig um 5% frá og með 1. febrúar. Hafnarstjórn samþykkti á fundinum að úthluta Austnesi ehf. lóð undir eldsneytisbirgðastöð á tankasvæðinu í suð-vesturhluta Helguvíkur, samtals 8.989 fermetrar. Austnesi ehf. var jafnframt boðin lóð við hlið umræddrar lóðar undir aðra starfsemi fyrirtækisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024