Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og yfirleitt þurrt og frost 0 til 5 stig
Föstudagur 30. nóvember 2012 kl. 09:14

Hægviðri og yfirleitt þurrt og frost 0 til 5 stig

Hægviðri og yfirleitt þurrt og frost 0 til 5 stig við Faxaflóa. Vaxandi suðaustan átt í nótt með dálitlum éljum, suðaustan 10-15 á morgun og snjókoma eða slydda, en hægari og úrkomulítið í uppsveitum. Hiti um frostmark.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt. Dálítil væta, en yfirleitt þurrt með morgninum. Suðaustan 5-13 síðdegis á morgun og dálítil slydda eða snjókoma. Frost 0 til 5 stig, en hlýnar heldur á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en hægari síðdegis. Rigning eða slydda sunnan- og vestantil og hiti 0 til 4 stig, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig um landið V-vert, en frost 1 til 8 stig N-til, en dregur úr frosti síðdegis.

Á mánudag:
Austan 5-10 m/s en 8-13 SA- og A-til. Rigning eða slydda S- og SA-til, en slydda eða snjókoma A-lands en þurrt að kalla um landið V-vert. Frostlaust við sjóinn en annars vægt frost.

Á þriðjudag:
Breytileg átt 5-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið en dálítil slydduél með suðurströndinni. Frost víða 0 til 8 stig, kaldast NA-til.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með slydduéljum eða éljum en bjartviðri NA-til. Frost 2 til 10 stig en hiti um frostmark með SV-ströndinni.

Á fimmtudag:
Útlit suðaustanátt með rigningu eða slyddu en bjartviðri um landið norðaustanvert. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með SV-ströndinni.