Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og stöku él
Laugardagur 26. nóvember 2011 kl. 12:38

Hægviðri og stöku él

Hægviðri og stöku él við Faxaflóa. Vestan 5-10 og éljagangur í kvöld og nótt, en hægari og úrkomulítið eftir hádegi á morgun. Frost 0 til 7 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hægviðri og yfirleitt þurrt í dag, en vestan 3-8 og éljagangur í kvöld og nótt. Úrkomulítið eftir hádegi á morgun. Frost 0 til 5 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðlæg átt 5-10 m/s og slydda eða rigning, en austan 8-15 norðantil og slydda eða snjókoma. Úrkomuminna síðdegis, en gengur í norðan 15-23 m/s með snjókomu um landið norðvestanvert um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, annars um og undir frostmarki.


Á þriðjudag:
Norðan hvassviðri eða stormur og snjókoma um norðanvert landið, annars heldur hægari og þurrt að mestu. Frost um allt land.


Á miðvikudag:
Ákveðin norðvestan átt og snjókoma norðaustantil, en hægari og lengst af þurrt og bjart sunnan- og vestantil. Frost víða 2 til 10 stig.


Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með ofakomu í flestum landshlutum, einkum sunnantil. Frost 0 til 7 stig.