Hægviðri og skúrir í dag
Klukkan 6 var vestlæg átt, víða 3-8 m/s. Dálítil rigning austanlands, skúrir um landið vestanvert, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast á Eskifirði og Kollaleiru.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir eða slydduél, en hæg vestlæg átt síðdegis. Austan 5-10 síðdegis á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Yfirlit
Skammt NA af Melrakkasléttu er 1012 mb lægð sem þokast N, en A af Færeyjum er minnkandi 1022 mb hæð. Um 1000 km SV í hafi er 1027 mb hæð, sem þokast A.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vestlæg átt, 3-8 m/s og skúrir, en úrkomulítið austantil. Vestan 5-13 undir hádegi, hvassast við suðausturströndina. Skúrir eða slydduél, en bjart að mestu austanlands. Hægari í nótt, en austan 5-10 sunnantil seint á morgnun. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast, en svalast á Vestfjörðum og á annesjum norðanlands
VF-mynd/elg