Hægviðri og léttskýjað í dag
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt. Slydda eða snjókoma sunnanlands, en úrkomulítið norðantil. Hiti um frostmark.
Á mánudag:
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað og dálítil él suðaustantil framan af degi. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Þykknar upp sunnan- og vestanlands með hægt vaxandi suðaustanátt og hlýnandi veðri, en lengst af léttskýjað norðaustantil.
Á miðvikudag:
Suðaustan 10-18 m/s sunnanlands og súld eða dálítil rigning með köflum, en 8-13 norðantil og léttskýjað. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast um landið norðvestanvert.
Á fimmtudag:
Lítur út fyrir austlæga átt, með dálítilli vætu suðaustantil, en þurru veðri annars staðar. Áfram milt í veðri.
Af www.vedur.is