Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og léttskýjað í dag
Föstudagur 15. desember 2006 kl. 08:40

Hægviðri og léttskýjað í dag

Klukkan 6 var norðanátt, yfirleitt 3-10 m/s. Snjókoma eða él var á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað. Kaldast var 17 stiga frost í Þykkvabæ, en mildast 2ja stiga hiti á Austfjörðum.

 

Yfirlit
Austur við Noreg er minnkandi 970 mb lægð, sem hreyfist norðaustur, en á sunnanverðu Grænlandshafi er 995 mb smálægð, sem þokast austur og dýpkar. Yfirlit gert 15.12.2006 kl. 05:53

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðan 5-13 m/s, en hægari síðdegis. Dálítil snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en bjart syðra. Hætt við éljum við suðurströndina um tíma í dag og norðaustan 8-13 og fer að snjóa suðaustanlands í kvöld. Hægviðri og víða léttskýjað á morgun. Frost 0 til 12 stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands.

 

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri og yfirleitt léttskýjað, en hætt við éljum úti við ströndina í dag. Frost 2 til 13 stig, mest í uppsveitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024