Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og léttskýjað á Ljósanótt
Laugardagur 3. september 2005 kl. 11:22

Hægviðri og léttskýjað á Ljósanótt

Í morgun kl. 09 voru suðvestan 5 m/s og sums staðar súld á Vestfjörðum en annars hægviðri og bjart. Hiti 3 til 10 stig, svalast í Stafholtsey.
Yfirlit: Á Grænlandssundi er 1003 mb smálægð, sem þokast austnorðaustur. Um 400 km ASA af Hornafirði er 1005 mb lægð, sem hreyfist allhratt norður, en yfir Norðursjó er 1034 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Suðlæg átt, 3-8 m/s vestantil en norðan 5-10 austast. Dálítil súld á Vestfjörðum, og einnig á Suðvesturlandi um tíma í kvöld en annars skýjað með köflum. Vestlæg átt, 3-8 á morgun, súld á annesjum norðanlands en annars bjartviðri. Hiti 5 til 12 stig að deginum.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Sunnan 3-8 m/s og úrkomulítið. Vestan 3-8 og léttir til í kvöld. Hægviðri síðdegis á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024