Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og léttskýjað
Mánudagur 3. desember 2007 kl. 09:24

Hægviðri og léttskýjað

Veðurspáin gerir ráð fyrir minnkandi norðaustanátt og léttskýjuðu við Faxaflóann, hægviðri síðdegis. Frost 0 til 8 stig. Hvessir í kvöld og nótt og fer að snjóa. Austan 18-25 og rigning eða slydda á morgun, en mun hægari og úrkomuminna síðdegis. Hiti 1 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt og snjókoma eða él, en bjart veður á Vesturlandi framan af degi. Vægt frost í innsveitum, annars 0 til 5 stiga hiti.

Á fimmtudag:
Austlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en rofar til vestanlands síðdegis. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en frostlaust við suðvesturströndina.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Austlægar áttir og víða dálítil ofankoma eða él. Talsvert frost.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024