Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og léttir til
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 11:49

Hægviðri og léttir til

Í morgun kl. 09 var hægviðri á landinu. Smásúld eð rigning norðaustanlands en annars skýjað að mestu og úrkomulaust að kalla. Hiti 5 til 13 stig, svalast í þokunni á Langanesi.

Veðurhorfur á landinu
Hægviðri. Rofar til vestanlands. Skýjað með köflum norðanlands og dálítil væta í fyrstu en þokubakkar með ströndinni. Lengst af bjartviðri suðaustan- og austanlands. Hæg norðlæg átt á morgun og léttskýjað sunnan- og vestanlands, en þokuloft með norður- og austurströndinni. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast á A-landi í dag en SV-lands á morgun.

Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Hægviðri og þurrt að kalla en hæg norðvestan átt síðdegis og léttir heldur til. Hæg norðlæg átt og léttskýjað á morgun. Hiti 10 til 15 stig að deginum, en allt að 20 stigum í uppsveitum á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Hægviðri. Þoka eða súld við norður- og austurströndina á þriðjudag, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti víðast 12 til 20 stig, hlýjast vestanlands. Skýjað með köflum á miðvikudag og smá skúrir suðvestantil, en væta um mest allt land frá fimmtudegi til laugardags og milt í veðri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024