Hægviðri og hlýtt í dag
Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Hægviðri eða hafgola, skýjað með köflum og skúrir á stöku stað síðdegis. Hiti 10 til 17 stig.
Spá gerð 18.06.2007 kl. 06:29
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en þokubakkar við ströndina og skúrir á stöku stað síðdegis. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. Á fimmtudag: Vestlæg átt með rigningu, en þurrt að kalla sunnan- og suðaustanlands. Hiti 8 til 14 stig. Á föstudag: Vestlæg átt og smásúld vestanlands, en léttir til fyrir austan. Hlýnandi. Á laugardag: Norðanátt og léttskýjað sunnantil á landinu, en þokubakkar við norðurströndina. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast S-lands. Á sunnudag: Hæglætisveður og þurrt.
Spá gerð 18.06.2007 kl. 08:37
Loftmynd/Oddgeir Karlsson