Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri og fremur bjart
Laugardagur 1. mars 2008 kl. 11:33

Hægviðri og fremur bjart

Veðurhorfur næsta sólarhringinn Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Dálítil snjókoma eða él norðvan til, en annars skýjað með köflum og úrkomulaust að kalla. Austan 8-13 og fer að snjóa á Suðurlandi í kvöld og snjómugga sunnan- og vestanlands í nótt og á morgun. Norðaustan 3-10 í öðrum landshlutum á morgun og stöku él. Víða frostlaust við sjóinn í dag, en annars allt að 8 stiga frost.


Faxaflói
Hægviðri og fremur bjart veður, en austan 8-13 m/s og snjómugga í nótt og á morgun. Frost 1 til 7 stig, en kringum frostmark á Suðurnesjum.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s ogd álítil él norðan- og austanlands, en bjartviðri suðvestan til. Frost 1 til 10 stig, minnst við suðurströndina.

Á þriðjudag:
Suðaustanhvassviðri með snjókomu eða slyddu, fyrst sunnan- og vestanlands. Útsynningur um kvöldið með slydduéljum. Hlýnar í veðri.

Á miðvikudag:
Allhvöss norðanátt með snjókomu, en léttir til sunnan- og vestanlands síðdegis. Frost 1 til 6 stig.

Á fimmtudag:
Suðaustanátt og snjókoma eða slydda, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag:
Austlæg átt með éljum. Milt veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024