Hægviðri í dag
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðlægri átt, 3-5 m/s. Skýjað með köflum og stöku él. Hiti um frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austlæg átt 5-10 m/s. Skýjað með köflum eða bjartviðri, en sums staðar skúrir eða él, einkum sunnan- og austantil. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt og él, en bjartviðri sunnanlands. Frost víða 0 til 5 stig, en um frostmark við suðurströndina.
Á laugardag:
Breytileg átt og stöku él. Hiti breytist lítið.