Hægviðri í dag
Í morgun kl. 6 var hægviðri og víða skýjað. Hiti var 0 til 7 stig, svalast á Húsafelli. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Hægviðri og skýjað með köflum, en suðaustan 5-10 m/s og smá skúrir við suðvesturströndina síðdegis. Suðaustan 3-8 m/s á morgun og víða bjartviðri, en heldur hvassara suðvestantil. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðan til.Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 3-5 m/s og skýjað, en 5-10 og smá skúrir úti við ströndina síðdegis. Hiti 5 til 12 stig er kemur fram á daginn.