Hægviðri en smá skúrir í dag
Klukkan 6 var suðlæg átt, 3-8 m/s og rigning víða á sunnan- og vestanverðu landinu, en bjartviðri norðaustanlands. Svalast var 4ra stiga hiti á Miðfjarðarnesi, en hlýjast 13 stig á Straumnesvita.
Veðurhorfur næsta sólarhring: Suðlæg átt, 5-8 m/s og dálítil rigning framan af morgni, en síðan vestlægari og smá skúrir. Hægari og úrkomulítið í kvöld. Hiti 11 til 16 stig að deginum.
Af vef Veðurstofunnar