Hægviðri en hætt við skúrum
Klukkan 6 var norðaustanátt, víða 3-8 m/s. Skýjað en þurrt að mestu. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast á Garðskagavita.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hiti 6 til 12 stig að deginum.
Yfirlit
600 km S af Reykjanesi er 998 mb lægð sem hreyfist lítið, en 1021 mb hæð er yfir NA-Grænlandi. Milli Jan Mayen og Noregs er 986 mb lægð sem mjakast VSV.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: A og NA, víða 3-8 m/s. Skýjað og stöku él NA- og A-lands, annars skýjað með köflum og sums staðar skúrir S-til á landinu, einkum síðdegis. Hiti 1 til 12 stig að deginum, hlýjast á S- og SV-landi.
Þessi svartbakur horfði íbygginn út í kvöldroðann í Reykjanesbæ í gær. VF-mynd/elg