Hægviðri en frost í dag
Klukkan 6 var norðlæg átt, 13-20 m/s austanlands og sunnan Vatnajökuls, en annars 5-13. Stöku él norðan- og austanlands, en annars skýjað með köflum. Frost var 4 til 12 stig, minnst í Skaftafelli en mest inn til landsins.
Um 500 km norðaustur af Langanesi er 959 mb lægð á leið norður. Um 200 km SV af Færeyjum er 970 mb lægð, sem mjakast austur á bóginn. Á Suðursjúpi er 1005 mb smálægð sem þokast suðaustur.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðan 3-10 og víða bjart en 8-13 og él við austurströndina fram eftir degi. Hægviðri og víða bjart veður í fyrramálið en austan 5-10 sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun og él vestast en snjókoma með suðurströndinni. Talsvert frost, allt að 17 stigum í innsveitum í nótt. Spá gerð 17.11.2006 kl. 06:32
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 3-8 og léttskýjað. Austan 5-10 og él seinni partinn á morgun. Frost 3 til 10 stig.