Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri eða hafgola og léttir til
Sunnudagur 1. júlí 2007 kl. 13:52

Hægviðri eða hafgola og léttir til

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn
Hæg breytileg átt eða hafgola. Víða léttskýjað suðaustan- og austanlands, en léttir smám saman til um landið vestanvert. Búast má við þokubökkum við norður- og austurströndina. Heldur vaxandi norðaustan átt á morgun og þykknar upp, 5-10 m/s síðdegis og dálítil rigning á Suðaustur- og austurlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun
Hægviðri eða hafgola og léttir til. Norðaustan 3-8 á morgun. Hiti 10 til 18 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðaustan 5-10 m/s og bjart með köflum vestantil á landinu, en dálítil rigning austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands. Á miðvikudag: Norðaustan 5-8 m/s og skýjað og sums staðar dálítil rigning, einkum austanlands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Norðaustan- og austanátt, fremur vætusamt og milt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024