Hægviðri eða hafgola
Hægviðri eða hafgola og léttskýjað við Faxaflóa, en sums staðar þokumóða við ströndina í nótt. Hiti 12 til 20 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægviðri eða hafgola og léttskýjað. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (sjómannadagurinn): Fremur hæg norðlæg átt og víða léttskýjað, en líkur á síðdegisskúrum S-lands. Þokubakkar við ströndina einkum N-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins, en svalara í þokunni.
Á mánudag: Norðaustanátt, 3-8 m/s og víða skúrir, en sums staðar slydduél NA-til. Hiti víða 3 til 12 stig, hlýjast SV-til.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Norðan og norðaustanátt og fremur svalt í veðri. Dálítil slydda eða rigning N- og A-lands, en annars þurrt að kalla.