Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri á morgun
Mánudagur 24. september 2007 kl. 09:20

Hægviðri á morgun

Norðaustanátt, víða 13-18 m/s, en 8-13 í kvöld. Hægviðri á morgun. Léttskýjað og hiti 1 til 8 stig, en frystir í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu um landið vestanvert, en annars hægari vindur og víða þurrt og bjart. Hlýnandi veður, hiti 6 til 12 stig síðdegis.
Á fimmtudag og föstudag:
Stíf sunnanátt með talsverðri vætu sunnanlands, en úrkomulítið fyrir norðan. Milt í veðri.
Á laugardag og sunnudag:
Suðaustlæg átt með rigningu, einkum um landið sunnanvert. Áfram milt veður.



Mynd: Reykjanesbær á níunda tímanum í morgun. VF-mynd: Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024