Hægur vindur og úrkomulítið

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Él við suðvestur- og vesturströndina og hiti um frostmark, en annars þurrt að kalla og frost 3 til 10 stig.
Á laugardag:
Fremur hæg austlæg átt og él sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið og nokkuð bjart. Heldur kaldara.
Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt, víða él og kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi austan- og suðaustanátt með slyddu eða snjókomu. Hlýnandi veður.