Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 24. júní 2006 kl. 07:20

Hægur vindur og skýjað í dag

Klukkan 6 var hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu en þurrt á landinu. Svalast var 4ra stiga hiti á Norðausturlandi, en hlýjast 10 á Suðurlandi.

 

Yfirlit
Norður af Skotlandi er 1010 mb lægð, en yfir landinu og vestur af því er dálítill hæðarhryggur á hægri austurleið. Yfir suðvestanverðu Grænlandshafi er að myndast lægð sem mun þokast austur. Yfirlit gert 24.06.2006 kl. 04:54

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg vestlæg átt og skýjað að mestu en léttir heldur til á Austur- og Suðausturlandi. Á morgun verður vindur suðlægari, 3-8 m/s og fer að rigna vestanlands síðdegis en norðaustanlands verður þurrt og nokkuð bjart framan af. Hiti víða 6 til 13 stig.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Hæg vestlæg átt og skýjað að mestu. S 3-8 og rigning síðdegis á morgun. Hiti 8 til 13 stig að deginum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024