Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægt vaxandi suðvestanátt
Fimmtudagur 28. október 2004 kl. 09:19

Hægt vaxandi suðvestanátt

Klukkan 06:00 í morgun var suðlæg átt, 5-10 m/s vestantil á landinu, en annars hæg breytileg átt. Heiðskírt eða léttskýjað víða um land, en skýjað að mestu allra vestast og súld í Keflavík og frostúði í Reykjavík. Hiti var frá 6 stigum á Bjargtöngum, niður í 15 stiga frost við Mývatn.

Yfir landinu er hæðarhryggur frá suðvestri til norðausturs, en á vestanverðu Grænlandshafi er vaxandi lægðardrag sem þokast norðaustur.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hægt vaxandi suðvestanátt vestantil á landinu, 5-13 m/s og súld eða rigning í dag, en 10-15 allra vestast í kvöld. Mun hægari suðvestlæg eða breytileg átt um austanvert landið og léttskýjað. Víða talsvert frost í fyrstu, en hlýnar síðan. Hiti 2 til 7 stig vestantil á landinu síðdegis, en annars í kringum frostmark. Suðlæg átt á morgun, 8-13 m/s og rigning, en úrkomulítið austanlands, hiti 1 til 8 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024