Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægt að bóka heilsugæslulækni á HSS með rafrænum hætti
Miðvikudagur 6. maí 2015 kl. 09:26

Hægt að bóka heilsugæslulækni á HSS með rafrænum hætti

Opnað hefur verið fyrir möguleika á því að skjólstæðingar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja geti bókað tíma hjá heilsugæslulæknum HSS með rafrænum hætti í gegnum heilsuvefinn Veru á slóðinni www.heilsuvera.is.

Fyrst um sinn verður takmarkaður fjöldi tíma í boði, jafnan um 5 til 10 tímar á viku, en þeim mun fjölga eftir því sem eftirspurn eykst. Vera er örugg samskiptagátt sem þróuð er af TM-Software, í samstarfi við Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Til að komast inn á sitt heimasvæði á heilsuvera.is þurfa skjólstæðingar að hafa rafræn skilríki, en þar er meðal annars mögulegt að bóka tíma, óska eftir endurnýjun á lyfseðli, skoða óútleysta lyfseðla og lyfseðla sem viðkomandi hefur leyst út síðustu þrjú ár ásamt því að skoða helstu atriði úr eigin sjúkraskrá, t.d. bólusetningar. Einnig hafa foreldrar aðgang að gögnum barna sinna allt að 15 ára aldri.

Heilsuvera.is fór í loftið á síðasta ári og var á dögunum valinn besti íslenski vefurinn árið 2014.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024