Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæglætisveður í dag
Miðvikudagur 28. janúar 2004 kl. 08:44

Hæglætisveður í dag

Klukkan 6 var norðvestanátt, víða 8-13 m/s austanlands, en hægviðri um landið vestanvert. Víða bjartviðri. Hlýjast var 2 stiga hiti á Vatnsskarðshólum, en kaldast 11 stiga frost við Mývatn.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Norðlæg átt, 8-13 m/s og stöku él við austurströndina fram undir hádegi, en annars hægari breytileg eða vestlæg átt og bjart veður. Vaxandi norðanátt í nótt með éljum fyrir norðan. Norðaustan og norðanátt á morgun, 13-18 m/s norðvestanlands og einnig á Austurlandi, en annars yfirleitt 10-15. Éljagangur um norðanvert landið, en þurrt og bjart á Suðurlandi. Hiti í kringum frostmark við strönd landsins í dag, en annars 3 til 15 stiga frost, kaldast í innsveitum norðaustantil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024