Mánudagur 20. október 2003 kl. 08:27
Hæglætisveður í dag
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt, en norðaustan 3-8 austantil. Skýjað og sums staðar súld, en smáslydduél eða skúrir austanlands. Austan og suðaustan 3-5 frá í kvöld og léttir heldur til vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, en víða næturfrost norðaustantil.