Hæglætisveður í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s og skýjuðu með köflum, en dálitlar skúrir eða él norðan- og vestan til. Vaxandi suðaustanátt með kvöldinu, víða 8-13 og rigning eða slydda í nótt. Austan- og norðaustanátt á morgun, yfirleitt 10-15 m/s og rigning. Hlýnandi veður og hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast suðvestan til.