Hæglætisveður í dag
Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands snýst smám saman til suðvestlægrar áttar, fyrst norðvestantil, 8-13 m/s síðdegis. Dálítil súld eða rigning við suðausturströndina í dag og einnig við vestur- og norðurströndina eftir hádegi. Annars staðar skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Sunnan og suðvestan 3-8 m/s á morgun og rigning eða súld, en léttskýjað um austanvert landið fram eftir degi. Hiti yfirleitt 5 til 12 stig að deginum, en nokkru svalara í nótt.