Hæglætisveður í dag
				
				
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s á norðanverðu landinu, en annars hægari. Skýjað og víða dálítil rigning eða slydda öðru hverju, en léttir til um landið suðvestanvert síðdegis. Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt í nótt og á morgun. Léttskýjað suðvestan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él, einkum suðaustantil. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				