Hæglætisveður framundan
Samkvæmt veðurspá munum við fá prýðilegt skoteldaveður annan kvöld þegar árið verður kvatt. Spáð er suðvestan 5-10 í dag við Faxaflóann og dálítilli rigningu. Snýst í norðaustanátt með deginum, 8-13 og léttir til síðdegis. Kólnandi veður. Hægari austanátt á morgun, dálítil él og hiti nálægt frostmarki. Gert er ráð fyrir hægu veðri eða breytilegri átt næstu daga.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag (nýársdagur):
Austlæg átt, 8-15 m/s sunnanlands með dálitlum éljum, annars hægari vindur og yfirleitt bjart veður. Hiti 0 til 5 stig syðst á landinu, annars 0 til 8 stiga frost, kaldast í innsveitum.
Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag:
Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Hiti breytist lítið.