Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hæglætisveður en kalt
Miðvikudagur 25. febrúar 2004 kl. 08:17

Hæglætisveður en kalt

Klukkan 6 var vestlæg eða breytileg átt, víðast 3-8 m/s. Snjókoma eða él norðantil á landinu, en léttskýjað syðra. Hlýjast var 1 stigs hiti á Bíldudal, en kaldast 12 stiga frost á Þingvöllum.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Vestan og norðvestan 3-10 m/s, en hvassari allra austast. Léttskýjað suðaustanlands, annars víða snjókoma eða él. Snýst í norðan og norðaustan 8-13 síðdegis í dag, en lægir í fyrramálið og á morgun, fyrst vestanlands. Él norðaustanlands, en bjartviðri sunnan- og vestantil. Hiti í kringum frostmark við vestur- og suðvesturströndina fram til kvölds, annars 2 til 12 stiga frost, kaldast inn til landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024