Hæglætisveður en kalt
Klukkan 9 var norðvestan 10-15 við austurströndina, en annars hægari norðaustanátt. Él norðaustantil og á stöku stað við Breiðafjörð. Annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Frost var 0 til 13 stig, kaldast á Haugi í Miðfirði, en hlýjast á Vatnsskarðshólum. Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun: Norðvestan 10-15 m/s við austurströndina, en annars hægari norðaustanátt. Lægir smám saman í dag. Dálítil él norðaustantil og vestanlands, en annars skýjað með köflum. Vestlæg átt, 8-13 og dálítil él á vestanverðu landinu í nótt og á morgun, en hægari og léttskýjað austanlands. Frost 2 til 14 stig, kaldast inn til landsins, en hiti 0 til 4 stig við vesturströndina á morgun.