Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægir og léttir til síðdegis
Sunnudagur 5. ágúst 2007 kl. 12:24

Hægir og léttir til síðdegis

Það viðrar ágætlega til útiveru við Faxaflóann í dag og á morgun. Spáð er norðvestan 8-13 m/s og skýjuðu veðri í dag, en hægari og léttir til síðdegis. Suðvestan 3-8 og og þykknar upp í nótt og sums staðar súld á morgun. Hiti 8 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart veður, en dálítil súld úti við vesturströndina og stöku skúrir á Norðurlandi. Hiti 12 til 17 stig.

Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt, 5-10 m/s og dálítil súld eða rigning vestanlands, en annars léttskýjað. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Útlit fyrir norðaustanátt með vætu norðan- og austanlands, en björtu suðvestan til. Kólnar norðanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024