Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægindastólar afhendir Fæðingadeild Suðurnesja
Miðvikudagur 7. maí 2003 kl. 10:37

Hægindastólar afhendir Fæðingadeild Suðurnesja

Fæðingadeild Suðurnesja hefur fengið að gjöf fjóra hægindastóla til staðsetningar inni á sængurkvennastofum en þær eru einmitt fjórar talsins. Þetta er mikill fengur fyrir deildina og þær konur sem koma til með að fæða börn þar. Mjög mikilvægt er að vel fari um nýbakaðar mæður við brjóstagjöf og annað og koma stólarnir sér því vel fyrir þær.Það voru þær stöllur Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Björg Alexandersdóttir sem sáu um fjáröflunina fyrir stólunum með málverkasölusýningu á veitingastaðnum Ránni í Keflavík sumardaginn fyrsta sl. og einnig gengu þær í fyrirtæki á Suðurnesjunum og söfnuðu styrkjum með merkjasölu. Sölusýningin og merkjasalan gekk vonum framar og alls staðar var þeim vel tekið. Vilja þær Björg og Sigga því koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila sem lögðu hönd á plóginn, en það voru bæði fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, bankar, sparisjóðir, einstaklingar og bæjarfélög. Sérstakar þakkir fá þeir myndlistamenn sem gáfu myndir á sölusýninguna, verslunin Bústoð og veitingastaðurinn Ráin. Kærar þakkir fyrir stuðninginn án ykkar allra hefði þetta ekki orðið að veruleika.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024