Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 8. maí 2002 kl. 08:55

Hægfara eiturefna árás á lífríki Stafnes: Týnda Ströndin

Landeigendur Stafness eiga land fast að varnarsvæði,enn 95 % af landi þeirra var tekið með valdi, eignarnámi fyrir ca. 60 árum. Sumt var altekið og annað tekið að hálfu, allt sem eftir var tekið eignarnámi undir flugrekstur 1983.Stafnestorfan var ca 2200 hektarar eftir eru 108 ha semsé 5 %.
Stafnestorfan á allar fjörur, tanga, allan rétt til sjávar, rekarétt og fjörubeitarrétt út fyrir stórstreymsfjöru frá Ósabotnum að Hvalsneslandi.
Alla tíð hefur verið gengið yfir fólkið sem á þennan stað með miklum yfirgangi og ósanngirni. Nú er mælirinn fullur og við viljum að Ameríski herinn, ríkið og sveitarfélögin fjarlægi sitt rusl, mengaða jarðveginn og allan úrgang af þessu landsvæði Við viljum að Varnarliðið fari með hann til síns heima, því þetta er í geymslu þarna! Og hvað er urðað annarsstaðar á varnarsvæðinu ?

Herinn á þetta rusl og eiturefni.. burt með það ....

Þessir ruslahaugar hafa aldrei haft starfsleyfi og það var aldrei haft samráð eða samið við landeigendur þegar þeir voru settir þarna á landamærin, hver réði þessari staðsetningu? Vatnsból og lífriki sjávar í mengunar hættu, örstutt niður á þau.
Hvað með grenndarlög? Þarf ekki grenndarkynningu á framkvæmdum sem þessum. Því í ósköpunum þarf þessi gjörningur ekki að fara í umhverfismat? Er þetta svæði ekki Ísland, hefur umhverfisráðherra ekkert um þetta að segja ?
Gilda ekki sömu reglur yfir Varnarliðið og aðra landsmenn ?
Yfirgangur Varnarliðsins og ríkisins hafa heft alla framþróun þessa staðar alla tíð síðan eignarnámið var gert 1941. Hermenn með alvæpni hafa handtekið fólk sem var að vinna vinnuna sína við að ganga á reka, með allskyns hótanir með alvæpni .Þetta hefur verið endalaus moðreykur og þóf í 60 ár.

Samkvæmt auglýsingu frá Skipulagsstofnun í janúar 2002 er fyrirhugað af sveitarfélögunum á Suðurnesjum og Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli að kaffæra Gálgasvæðið sem er forn aftökustaður og eru friðlýstar mynjar , í öskuhauga framtíðarinnar næstu 150 ár eða svo, þessu er mótmælt harðlega.
Nú er þetta svæði innan varnarsvæðis en fyrirhugað er að skila þessu landi að mér skilst til Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja. Er þetta réttlætanlegt ? Að taka af fólki eignir með valdbeytingu á fölskum forsendum (undir flugrekstur) og láta aðra hafa það síðan undir ruslahauga til framtíðar. Er ekki réttara að skila því til fyrri eigenda?
Hvað með íbúalýðræðið í þessu landi? Hvert er siðgæði Utanríkisráðherra sem hefur yfirumsjón með þessu ? við mótmælum!

Týnda Ströndin á Reykjanesi vesturströndin:

Maður hefur það á tilfinningunni að fólk viti ekki af henni, kanski ekki von vegna þess að það hefur enginn mátt koma þarna eftir hernám. Enn það þýðir ekki að það eigi að kaffæra þennan stað í rusli til allrar framtíðar. Þetta svæði býður upp á marga möguleika til ferðamennsku, útivistar, fiskveiða, skotveiði og eggjatöku... allskyns sports, að ég tali ekki um fiskeldi. Er ekki komin tími til að eigendur jarðana fái að nýta rétt sinn til að umgangast sínar eigur í friði.
Kirkjuvogur, Þórshöfn,Skotbakki, Einbúi, Hallgrímshella , Gálgar, Skarfurð, Draughóll, Básendar, og ein elsta verstöð landsins Stafnes. Þarna er frábær sjávarströnd með útsýni yfir að Höfnum, Reykjanesskaga og til eyjunnar frægu Eldeyjar, ennfremur er fagurt útsýni yfir á Snæfellsjökul og við viljum ekki láta eyðileggja þetta svæði til framtíðar ,Þarna er gömul hestagata frá ósabotnum að Stafnesi sem Ameríski herinn er búinn að eyðileggja að hluta til með mannvirkjum og róti við Gálgasvæðið.

Þess vegna mótmælum við harðlega!

Fuglalífið hefur verið eyðilagt þarna. þar sem áður var urmull af allskonar fugli, sést varla fugl nú. Þarna var þarna mikil eggjataka, kannski fælast fuglarnir eiturefnin á svæðinu. Vatnsbólin mengast vegna hægfara eiturefnaárásar á lífriki þessa svæðis.

Er endalaust hægt að ganga yfir fólk af yfirvöldum.
Margrét Lóa Guðjónsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024