Hægari sunnanátt síðdegis
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan 13-20 m/s við Faxaflóann í dag og rigningu með köflum, hvassast vestast, en hægari sunnanátt síðdegis. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestan 10-15 um tíma í kvöld og él, en úrkomulítið í nótt og kólnar. Austan 5-10 og slydda uppúr hádegi á morgun. Hvassari síðdegis, talsverð rigning og hiti 4 til 8 stig.
Eins og spáin lítur út fram í vikuna stefnir í rauð jóla hér sunnanlands en annars eru veðurhorfurnar á þessa leið:
Á þriðjudag:
Suðvestan- og vestanátt, 10-15 m/s og víða slydda eða snjókoma um morguninn. Hægari vindur síðdegis og stöku él, en léttir víða til fyrir norðan- og austan. Kólnandi, frost 1 til 6 stig í innsveitum síðdegis.
Á miðvikudag:
Sunnanátt, 10-15 m/s og rigning eða súld S- og V-lands. Hægari vindur, þurrt og bjart á Norðausturlandi. Hlýnar talsvert í veðri.
Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg átt, yfirleitt 8-13 m/s og súld eða rigning með köflum S- og V-lands og hiti 4 til 9 stig. Hægari á Norður- og Austurlandi, þurrt og hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Suðvestlæg átt, él S- og V-til og kólnar.