Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægari og úrkomulítið í kvöld
Föstudagur 28. janúar 2011 kl. 09:07

Hægari og úrkomulítið í kvöld

Vaxandi suðvestanátt, víða 10-18 m/s og él í dag, þó síst A-lands. Hiti nálægt frostmarki. Hægari og úrkomuminna í kvöld. Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með slyddu og síðar talsverðri rigningu á morgun, en úrkomulítið NA-til. Hlýnandi veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Suðvestan og vestan 10-18 m/s og él. Hiti nálægt frostmarki. Hægari í kvöld. Gengur í sunnan 13-20 með slyddu og síðar talsverðri rigningu á morgun. Hlýnandi veður.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 10-15 m/s og él. Hægari og úrkomulítið í kvöld. Hiti um eða yfir frostmarki. Allhvöss sunnanátt með slyddu og síðar rigningu á morgun. Hlýnandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:

Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða él, en þurrt A-lands. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag:
Suðlæg átt, rigning eða slydda sunnantil og hiti 0 til 5 stig, en gengur í norðaustan strekking með frosti og snjókomu síðdegis.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum og kólnandi veðri.