Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægari á morgun
Miðvikudagur 27. desember 2017 kl. 07:25

Hægari á morgun

Norðaustan 8-13 m/s við Faxaflóa í dag en heldur hægari og austlægari seint á morgun. Léttskýjað og frost 2 til 10 stig, kaldast inn til landsins, segir í veðurspá Veðurstofu Íslands.
 
Norðaustan 8-15 m/s á höfuðborgarsvæðinu, hvassast á Kjalarnesi, en hægari austlæg átt seint í dag. Austan 3-8 í nótt og á morgun. Léttskýjað að mestu og frost 1 til 6 stig.
 
Veðurhorfur á landinu næstu daga
 
Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg átt, en austan 8-13 m/s við S-ströndina. Víða él með ströndum en yfirleitt þurrt vestantil. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins. 
 
Á föstudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s og víða él eða dálítil snjókoma, síst þó á S- og V-landi. Kalt í veðri, en dregur úr frosti NA-til. 
 
Á laugardag, sunnudag (gamlársdagur) og mánudag (nýársdagur):
Útlit fyrir norðan- og norðaustanátt og með éljum eða snjókomu víða á landinu, en yfirleitt bjartviðri SV-til. Áfram kalt í veðri. 
 
Á þriðjudag:
Líkur á vaxandi SA-átt með úrkomu og hlýnandi veðri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024