Hægagangur við Suðurstrandaveg - Óskað eftir fundi með ráðherra
Framkvæmdum við Suðurstrandarveg, veg hinna sviknu kosningaloforða, lýkur ekki í haust eins og búið var að gefa út heldur næsta sumar, samkvæmt því sem bæjarmálavefur Grindavíkur hefur eftir Svani Bjarnasyni, svæðisstjóra suðursvæðis hjá Vegagerðinni. Framkvæmdir voru langt á undan áætlun og búið að tilkynna að þeim lyki jafnvel í haust.
,,Verktakinn er nú að vinna fyrst og fremst í kaflanum frá Þorlákshöfn og niður í Selvog og stefnir að því að leggja klæðingu á þann kafla nú í september. Það hefur lítið sem ekkert verið unnið vestan við Selvoginn síðan einhvern tíma í vetur en verktaki hyggst byrja þar aftur eftir næstu áramót samkvæmt verkáætlun og klára næsta sumar. Reyndar þarf hann ekki að klára fyrr en sumarið 2011 samkvæmt útboðsgögnum en svona eru hans áætlanir núna," segir Svanur í svari sínu á www.grindavik.is
Enn á eftir að bjóða út 15 km. kafla frá Krýsuvík til Grindavíkur til að klára að leggja bundið slitlag á allan veginn.
Haf er eftir Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, bæjarstjóra, að bæjaryfirvöld hafi óskað eftir fundi við samgönguráðherra til að fara yfir stöðuna og reyna að tryggja að áfram verði unnið við lagninu vegarins.
,,Ráðherra hefur áður sagt að þetta væri „tveggja vetra verkefni" og því ætti ekki að þurfa að hætta í haust. Suðurstrandarvegur verður þvílík samgöngubót þegar hann verður búinn," segir Jóna Kristín.
---
www.grindavik.is