Hæg vestlæg átt
Hæg vestlæg átt við Faxaflóa. Skýjað og smásúld af og til. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg átt og lítilsháttar væta öðru hvoru. Hiti 11 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en súldarloft við V-ströndina. Hiti 11 til 16 stig. Snýst í norðan 5-10 undir kvöld með rigningu norðan til og kólnar á þeim slóðum.
Á mánudag:
Norðan 8-13 m/s og rigning í flestum landshlutum, en léttir smám saman til S- og V-lands. Hiti 7 til 16 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Hæg breytileg áttt og víða léttskýjað, en norðan 8-10 m/s og lítilsháttar væta við A-ströndina fram eftir degi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SV-lands.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Hægir vindar og yfirleitt léttskýjað. Hlýind um land allt.