Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg vestlæg átt
Fimmtudagur 11. mars 2010 kl. 08:20

Hæg vestlæg átt


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir fremur hægri vestlægri átt, skýjuðu en úrkomulitlu. Hiti verður á bilinu 1 til 7 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Vestan gola, skýjað og dálítil súld öðru hverju. Hiti 3 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Vestan 5-13 m/s, víða léttskýjað SA- og A-lands en skýjað og lítilsháttar væta í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast suðaustantil.

Á laugardag:
Hæg norðlæg átt og dálítil slydda eða snjókoma um landið norðaustanvert, annars vestlæg átt og rigning eða súld, en þurrt SA-lands. Hiti 2 til 7 stig, en í kringum frostmark norðaustantil.

Á sunnudag og mánudag:
Vestlæg eða breytileg átt, rigning eða slydda með köflum en dálítil snjókoma norðaustantil. Heldur kólnandi.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Líkur á austanátt með frosti víða um land.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024