Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg vestanátt og stöku él
Fimmtudagur 21. febrúar 2008 kl. 09:21

Hæg vestanátt og stöku él

Það verður hæg vestanátt og stöku él við Faxaflóann í dag. Slydda sunnantil um tíma í kvöld. Vestan 8-13 undir hádegi á morgun og éljagangur. Hiti um frostmark við sjóinn en vægt frost í uppsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Norðaustan strekkingur með snjókomu eða slyddu við suðausturströndina, en mun hægari breytileg átt og stöku él annars staðar. Frost 1 til 10 stig, en frostlaust við ströndina sunnantil á landinu.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt og stöku él, en bjartviðri norðan- og austanlands. Talsvert frost víðast hvar.

Á mánudag:
Útlit fyrir að gangi í stífa austanátt með slyddu eða snjókomu, einkum suðaustanlands. Hlýnar.

Á þriðjudag:
Breytileg átt og snjókoma eða él víða um land. Kólnar í veðri.
 
Á miðvikudag:

Suðvestlæg átt og él sunnan- og vestanlands. Vægt frost.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024