Hæg suðlæg eða breytileg átt og él
Faxaflói: Hæg suðlæg eða breytileg átt og él. Norðvestan 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun. Hiti 1 til 4 stig að deginum, en nálægt frostmarki á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg suðlæg eða breytileg átt og él. Norðvestan 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun. Hiti 2 til 4 stig að deginum, en svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en þurrt SA-lands. Lægir og léttir víða til V-lands síðdegis. Kólnandi og talsvert frost um allt land seinnipartinn.
Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s og snjókoma og síðar slydda síðdegis, en hægari og þurrt NA-lands. Minnkandi frost og hlánar S- og SV-lands.
Á mánudag:
Suðvestan 8-15 m/s með skúrum eða slydduéljum, en léttir til NA-lands. Hiti 1 til 6 stig, en hlýjast SA-lands.
Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt með vætu, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt með skúrum eða rigning með köflum, en þurrt að kalla NA-lands. Heldur kólnandi.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt og skúrir eða él, en bjartviðri NA-lands.