Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg suðlæg átt og dálítil súld
Þriðjudagur 25. júlí 2006 kl. 09:02

Hæg suðlæg átt og dálítil súld

Á Garðskagavita voru V 2 klukkan átta í morgun og hiti 11 stig.
Klukkan 6 í morgun var hæg breytileg átt. Léttskýjað með köflum var á Vestfjörðum og sums staðar í innsveitum N- og A-lands, en annars skýjað og súld á stöku stað. Þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Reykhólum og Eyrarbakka.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil súld með köflum. Hiti 10 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg breytileg átt og víða þokuloft eða dálítil súld, en léttskýjað í innsveitum fyrir norðan. Súld með köflum S- og V-lands í dag, þokuloft við norður- og austurströndina en bjartviðri í innsveitum norðaustantil. Hæg austlæg átt á morgun, en annars svipað veður. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands að deginum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024