Hæg suðlæg átt næstu daga
Spáð er suðaustan 8-15 við Faxaflóann í dag, hvassast vestantil. Hægari á morgun. Skýjað með köflum. Hiti 3 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag, laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en smáskúrir á stöku stað sunnantil á landinu. Hætt við þokulofti við sjávarsíðuna. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast á Suðvesturlandi, en víða næturfrost til landsins.