Hæg suðlæg átt á morgun
Á Keflavíkurflugvelli voru SV 7 klukkan 9 í morgun, úrkoma í grennd og hiti tæp 9 stig. Á Garðskagavita voru SV 8 og 9 stiga hiti
Klukkan 6 í morgun var vestlæg átt á landinu, yfirleitt 3 til 9 m/s. Léttskýjað var á Austfjörðum, en annars staðar var skýjað að mestu og dálítil súld var við suðvesturströndina og þokubakkar við ströndina norðantil. Hiti var 5 til 12 stig, hlýjast á Kollaleiru í Reyðarfirði.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 5-8 m/s og skúrir, en úrkomulítið í nótt. Hæg suðlæg átt á morgun, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 7 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir um vestanvert landið, en hægari vindur og úrkomulítið í nótt. Suðvestan og vestan 3-8 og víða bjartviðri um landið austanvert, en þó gætu komið stöku síðdegisskúrir. Hæg suðlæg átt á morgun, bjartviðri eða skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast austanlands á morgun.