Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg suðaustanátt og stöku skúrir
Þriðjudagur 15. maí 2007 kl. 09:09

Hæg suðaustanátt og stöku skúrir

Á Garðskagavita voru A 3 og 8 stiga hiti kl. 8.
Klukkan 6 var hæg breytileg átt og léttskýjað, en skýjað og úrkomulítið norðan- og austantil. Hiti var 0 til 7 stig, en sums staðar vægt frost, einkum fyrir norðan.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 3-8 m/s og stöku skúrir, en dálítil rigning í kvöld og nótt. Austlægari og þurrt að kalla á morgun. Hiti 6 til 12 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Suðaustan og austan 3-8 m/s í dag og skúrir sunnan- og vestanlands og rigning í kvöld og nótt, en annars bjartviðri að mestu. Norðaustlægari og rigning með köflum sunnan- og austanlands á morgun, en annars þurrt að kalla. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast suðvestanlands, en sums staðar vægt næturfrost.

Mynd: Séð til Snæfellsjökuls frá Garðskaga í gær. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024