Hæg og breytileg átt í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag. Skýjað að mestu og víða súld eða rigning með köflum. Samfelld rigning vestantil í kvöld og einnig suðaustanlands í nótt. Fremur hæg suðvestlæg átt og súld með köflum sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast austanlands.