Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg norðvestanátt og léttir til
Mánudagur 16. apríl 2007 kl. 09:09

Hæg norðvestanátt og léttir til

Á Garðskagavita voru NV 8  og rúmlega 3ja stiga hiti kl. 8.
Klukkan 6 var norðlæg átt, víða 8-15 m/s um landið norðanvert, en vestlægari sunnantil og talsvert hægari suðvestanlands. Snjókoma eða él norðanlands, en þurrt að mestu sunnan- og austantil og bjartviðri á köflum. Hiti var frá 5 stigum á Ingólfshöfða niður í 3ja stiga frost á Vestfjörðum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg norðvestanátt og léttir til. Suðvestan 3-8 og smáskúrir eða slydduél á morgun. Hiti 1 til 5 stig, en næturfrost til landsins.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
NV og V 5-10 m/s og víða él eða skúrir, en allt að 15 m/s norðaustantil. Lægir smám saman eftir hádegi og léttir til, fyrst sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark norðantil á landinu. Suðvestan 5-10 á morgun með smáéljum eða skúrum um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu eystra. Hlýnar heldur.


Mynd: Á Reykjanesi. VF-mynd:elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024